• 00:08:35Rut Ingvarsdóttir - kynfræðsla fyrir yngsta stig
  • 00:26:07Sóli Hólm - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Kynfræðsla yngsta stigs grunnskóla og Sóli lesandi vikunnar

Við byrjuðum þáttinn á því senda út upphafið á upplýsingafundi Almannavarna, eins og aðra mánudaga og fimmtudaga í vetur. Þátturinn var því styttri sem því nemur.

Höfundar sjö meistaraverkefna í leikskóla-, grunnskóla-, og frístundafræðum fengu á dögunum viðurkenningu skóla- og frístundaráðs 2020, Viðurkenning fyrir meistaraprófsverkefni er liður í því hvetja til og auka hagnýtingu rannsókna í fagstarfi með börnum og unglingum í Reykjavík. Rut Ingvarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Kraftaverkið ég - Námsefni í kynfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla en í því eru meðal annars kennsluleiðbeiningar og námsbók í kynfræðslu fyrir 5-8 ára nemendur, en skortur hefur verið á námsefni í kynfræðslu fyrir nemendur á yngsta stigi grunnskólans. Rut sagði okkur meira frá þessu í þættinum í dag.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sólmundur Hólm Sólmundarson, eða Sóli Hólm. Hann er auðvitað skemmtikraftur og eftirherma sem flestir ættu þekkja úr sjónvarpi, síðast úr Skaupinu. En það sem færri kannski vita er hann hefur skrifað tvær bækur, fyrst ævisögu Gylfa Ægissonar og síðast ævisögu rapparans Hr. Hnetusmjör, en hún var einmitt mest selda ævisaga síðasta árs. Við fengum vita hvaða bækur Sóli hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

18. jan. 2021

Aðgengilegt til

18. jan. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.