• 00:08:51Föstudagsgesturinn Páll Óskar 1.
  • 00:26:54Föstudagsgesturinn Páll Óskar 2.
  • 00:40:31Matarspjallið Sigurlaug Margrét

Mannlegi þátturinn

Páll Óskar föstudagsgestur og matarspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er söngvari og tónlistarmaður sem hefur glatt þjóðina í áratugi. Í rauninni er hann eitt af þessum nöfnum sem þarf ekki kynna fyrir landsmönnum, Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann sagði okkur frá æskunni og uppeldinu á stóru heimili í Vesturbænum og svo frá ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag. Páll Óskar talaði líka um samfélagsmiðla, til dæmis út frá atburðum undanfarna daga í Bandaríkjunum. Hver ábyrgð samfélagsmiðla er í því samhengi og hverjar eru dökku hliðarnar á því eyða miklum tíma á þessum miðlum.

Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, fékk auðvitað Pál Óskar til þess sitja áfram og ræða við okkur um mat í fyrsta matarspjalli ársins. Hver er uppáhaldsmaturinn hans? Hverjir eru hans sérréttir í eldhúsinu? Páll Óskar var í eldhúsinu með okkur í dag.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR?

Birt

8. jan. 2021

Aðgengilegt til

8. jan. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.