• 00:08:18Dagný Hermannsdóttir - súrkál
  • 00:19:22Anna Björg - Galdrasafnið 20 ára
  • 00:36:22Björn Kristján - hundrað Esjuferðir

Mannlegi þátturinn

Súrkálið, hundrað Esjuferðir og Galdrasafnið tvítugt

Það er hreint ekki óhugsandi einhverjir hlustendur hafi stigið á stokk um áramótin og strengt þess heit lifa heilsusamlegra lífi á þessu nýja ári en því sem er nýbúið kveðja. A.m.k. er nokkuð öruggt einhverjir eru með oggulítið samviskubit yfir öllum freistingunum sem fallið var fyrir yfir hátíðarnar og við hvetjum þá hina sömu til leggja við hlustir, því við erum gera okkur vonir um við séum búin finna það sem bjargar málunum einn, tveir og þrír, barbabrelluna einu og sönnu. Dagný Hermannsdóttir afhjúpaði leyndardóma súrkálsins í þætti dagsins. (Vegna tæknilegra örðugleika í viðtalinu í dag viljum við benda á viðtalið við Dagnýju verður í heild í þættinum á morgun, miðvikudaginn 6. janúar.)

Björn Kristján Arnarson, viðskiptafræðingur og fjallgöngumaður, setti sér áramótaheit á síðasta ári, ganga fjörutíu og fimm sinnum upp á Esjuna fyrir 45 ára afmælisdaginn sinn. Áramótaheitið vatt upp á sig og það endaði með því hann gekk hundrað sinnum upp á Esjuna á árinu. Björn kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessu, hvernig áramótaheitið fékk óvænt nýtt hlutverk og hvort hann hafi strengt áramótaheit núna um áramótin.

Galdrasafnið á Hólmavík hóf starfsemi sína árið 2020 og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Galdrasafnið á því tuttugu ára afmæli um þessar mundir og Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ákvað af því tilefni hitta framkvæmdastjórann Önnu Björg Þórarinsdóttur og fékk hana til segja meðal annars frá því hvað kom til safnið var sett á laggirnar á sínum tíma.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL?

Birt

5. jan. 2021

Aðgengilegt til

5. jan. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.