Makaleit eldri borgara, Jakob Frímann og að venja lömb undir ær
Auglýsing sem hefur hljómað talsvert á Rás 1 undanfarið vakti athygli og áhuga okkar. Hún var frá stefnumótavefnum makaleit.is og var beint sérstaklega til eldri borgara. Það eru auðvitað margvíslegar leiðir til að hitta annað fólk, stefnumótasnjallforrit og stefnumótavefir hafa eðlilega rutt sér til rúms á undanfornum árum á tímum snjalltækninnar og netsins. Við fengum Björn Inga Halldórsson, eiganda makaleit.is til þess að segja okkur frá þessum vef, aldurssamsetningunni og hvernig gengur að hjálpa fólki að finna ástina.
Það er Dagur íslenskrar tónlistar í dag og við leikum eingöngu íslenska tónlist í dag og við slógum á þráðinn til Jakobs Frímanns Magnússonar en hann er formaður FFH - Félagi flytjenda á hljómritum, stofnað 1996, þar sem Helgi Björns er varaformaður, Bubbi Morthens formaður fulltrúaráðs, og stjórnarmenn telja m.a. Bríeti, Auðunn Lúthersson, Stefán Hilmarsson og Björgvin Halldórsson. Stór krefjandi verkefni bíða þessa hóps.
Kristínu Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum varð í myrkrinu hugsað til vorsins og vorverkanna í sveitinni. Hún hitti Guðbrand Sverrisson sem er nýhættur búskap á Bassastöðum á Ströndum og hafði svo samband við Heiðu Ásgeirsdóttur sem er ungur bóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu og umfjöllunarefni þessa pistils eru mismunandi aðferðir við að venja lömb undir ær.