• 00:07:30Sérfræðingurinn Arna Skúladóttir svefn barna 1.
  • 00:28:26Sérfræðingurinn Arna Skúladóttir svefn barna 2.

Mannlegi þátturinn

Arna Skúladóttir sérfræðingur um svefn og svefnvandamál

Við hófum þáttinn á því senda út upphaf upplýsingafunds Almannavarna, eins og við höfum gert undanfarið á mánudögum og fimmtudögum. Þátturinn var því styttri sem því nemur.

Sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag var Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir. Árið 2006 sendi hún frá sér bókina Draumaland, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára árið og hefur bók átt miklum vinsældum fagna hér heima æ síðan, einnig hefur hún verið þýdd á fjölmörg tungumál. Nýja bókin, Draumaland, frá fæðingu til sex ára aldurs, byggir á þeirri góðu bók en er mun yfirgripsmeiri og ítarlegri en fyrri. Svo það var vel við hæfi Örnu sem sérfræðing í þáttinn og enginn sérfræðingur hefur fengið eins margar fyrirspurnir frá hlustendum svo það var greinilega þörf fyrir fræðslu og svör um svefn og svefnvandamál.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

26. nóv. 2020

Aðgengilegt til

26. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.