• 00:06:48ADHD-Dagur í lífi drengs
  • 00:22:25Alþjóðlegi klósettdagurinn-Hólmfríður Þorsteinsd
  • 00:36:07Heilsuvaktin-Heilbrigðisupplýsingar

Mannlegi þátturinn

ADHD,Persónupplýsingar á heilbrigðissviði og rusl í klósettum

MANNLEGI ÞÁTTURINN - MIÐVIKUDAGUR 18.NÓV 2020

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Elli - Dagur í lífi drengs með ADHD er ný íslensk barnabók gefin út af ADHD samtökunum. Hún er byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensks drengs sem er með ADHD. Megininntak bókarinnar er að gefa raunsanna innsýn í líf barna með ADHD og benda á að það er vel hægt að líta á ADHD með jákvæðum hætti. Við fengum til okkar í viðtal höfund bókarinnar, Ara H.G. Yates, og Elías Bjarnar Baldursson, sem er drengurinn sem deilir sögu sinni í bókinni, en hann er 15 ára í dag.

Heilbrigðistækni af ýmsu tagi hefur tekið gríðarlegum framförum undanfarið ekki síst eftir að heimsfaraldurinn fór af stað. Á heilsuvaktinni í dag ræddi Bergljót Baldursdóttir við Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúa embættis Landlæknis um hvað gott er að hafa í huga þegar fólki er boðið að nota smáforrit, fjarheilbrigðisþjónustu eða aðra heilbrigðistækni. Hann benti meðal annars á að heilbrigðisupplýsingar eru verðmæti.

Á hverju ári berast um 120 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi í hreinsistöðvar Klettagarða og Ánanausta í Reykjavík. Það þýðir að hálft kíló af rusli fer í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu! Þá er óupptalið hvað safnast í fráveitukerfi annars staðar á landinu. Stærsta vandamálið eru blautþurrkur og/eða sótthreinsiklútar, auk smokka, tannþráðar og eyrnapinna. Á morgun er alþjóðlegur dagur klósettsins og því tilefni til að minna á hvað má fara í klósettið og hvað ekki. Við ræddum við Hólmfríði Þorsteinsdóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun.

Birt

18. nóv. 2020

Aðgengilegt til

18. nóv. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir