Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi var Sérfræðingur þáttarins í dag
Í dag var Sérfræðingur Mannlega þáttarins Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi.
Hornsteinn hugmyndafræði iðjuþjálfunar er persónumiðuð nálgun í þjónustu. Iðjuþjálfar koma að þjónustu einstaklinga sem upplifa erfiðleika sem hafa áhrif á daglega iðju þeirra eða hindra getu þeirra til að taka þátt í mikilvægum athöfnum t.d. námi, vinnu, heimili, hreyfingu og tómstundaiðju. Þá kemur sérþekking iðjuþjálfa að góðu gagni við að auka færni og þátttöku einstaklinga með það að markmiði að þjónustuþeginn/viðkomandi öðlist aukið sjálfstæði og lífsfyllingu.
Til þess að efla færni fólks nýta iðjuþjálfar matstæki tengt umhverfi, iðju og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu, ráðgjöf og þjálfun. Í upphafi þjónustu er gert mat á getu og áhugasviði einstaklings, skoða þær venjur, rútínu og persónulegan vilja sem einkenna iðju hans og aðstæður, bæði félagslega og umhverfislega séð.
Í dag ræddum við við Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur iðjuþjálfa, en hún er einnig með meistaranám í norrænum öldrunarfræðum. Guðrún sagði okkur almennt frá iðjuþjálfun og svaraði spurningum hlustenda