• 00:08:48Katrín Björk - 25 ár frá snjóflóðinu á Flateyri
  • 00:30:23Heimur ostanna - 7.þáttur gráðostar

Mannlegi þátturinn

Katrín Björk minnist snjóflóðsins og Heimur ostanna

Við byrjuðum þáttinn eins og undanfarna mánudaga og fimmtudaga á því að senda út fyrstu mínútur upplýsingafundar Almannavarna, svo hlustendur okkar fái að heyra svona það helsta sem þar kemur fram í upphafi þáttar.

Eins og við sögðum í upphafi þá eru í dag 25 ár síðan gríðarlegt snjóflóð féll á Flateyri. Katrín Björk Guðjónsdóttir og fjölskylda hennar voru sofandi í rúmum sínum þegar flóðið skall á því og hreif það með sér. Katrín, tvær systur hennar og foreldrar komust öll lífs af, fyrir ótrúlega mildi. Katrín var aðeins tveggja og hálfs árs þegar flóðið féll árið 1995, en hún hefur orðið fyrir þremur heilaáföllum sem hafa sett stórt strik í hennar líf, því hún getur hvorki talað né gengið án stuðnings. Hún heldur úti heimasíðu og hefur miðlað sögum og myndum frá lífi sínu á Instagram. Hún hefur skrifað afar fallegan texta til að minnast þess að 25 ár eru frá því flóðið féll og þar talar hún um það hvernig hún tekst á við lífið og þær miklu áskoranir sem það hefur fært henni af ótrúlegri jákvæðni. Vinkona hennar, Ingileif Friðriksdóttir, ljáði vinkonu sinni, Katrínu Björk, rödd sína og las upp texta hennar og las einnig upp svör Katrínar við örfáum spurningum sem við sendum henni í framhaldinu.

Í dag fengum við svo 7.þátt í smáþáttaröðinni Heimur ostanna, þar sem Svavar Halldórsson og Eirný Sigurðardóttir leiða hlustendur um ævintýraheima ostanna. Í dag töluðu þau um gráðosta sem er kannski viðeigandi því margir líta á þá sem jólaosta og jólin nálgast óneitanlega.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

26. okt. 2020

Aðgengilegt til

26. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir