• 00:07:23Guðmundur Ingi - föstudagsgesturinn
  • 00:24:24Guðmundir Ingi - seinni hluti
  • 00:39:20Kleinuspjall - Sigurlaug hringdi í Ingunni Þráinsd

Mannlegi þátturinn

Guðmundur Ingi föstudagsgestur og kleinuspjall

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er leikari, tónlistarmaður og leikstjóri, Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Hann hefur unnið að leiklist bæði hér heima og erlendis, hann rak Tjarnarbíó, hann hefur verið í nokkrum hljómsveitum og samið helling af tónlist, sem sagt komið víða við á milli þess sem hann fer heim í sveitina í Borgarfirði og nýtur þess að vera sveitastrákur. Hann sagði okkur frá uppvexti sínum og ferðalaginu í gegnum lífið til dagsins í dag, meðal annars að hann var að ljúka við að leika í einum vinsælasta tölvuleik í heimi, en kynningarstikla fyrir leikinn fékk yfir 100 milljón áhorf á fyrsta sólarhringnum.

Í matarspjalli dagsins talaði Sigurlaug Margrét um kleinur og ástarpunga og hún hringdi í Ingunni Þráinsdóttur á Egilsstöðum, sem hefur í nokkur ár safnað kleinuupskriftum með það í huga að gefa þær út í bók.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

16. okt. 2020

Aðgengilegt til

16. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir