• 00:10:49Lykkjustund.is-Nanna Einarsdóttir
  • 00:21:20Kristín Einarsdóttir á Ströndum
  • 00:40:20Lesandinn:Maríanna Lútersdóttir

Mannlegi þátturinn

Lykkjustund, Þórður á Laugarholti og Maríanna lesandi vikunnar

Lykkjustund.is er vefsíða sem Nanna Einarsdóttir rafmagnsverkfræðingur hefur sett upp en hún hefur unnið í hugbúnaðarþróun síðastliðin sjö ár, og prjónað jafnlengi. Lykkjustund sameinar þessar tvær ástríður, segir hún en hún setti vefsíðuna í loftið á meðan samkomubanninu stóð í vor. Um er ræða reiknivél sem hún forritaði til aðstoða prjónafólk með algenga útreikninga tengda prjónaskapnum. Við hringdum í Nönnu í þættinum og fræddumst um prjón og t.d. prjónfestu.

Þórður Halldórsson býr á bænum Laugarholti í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp. Hann hefur á hverju sumri síðan 1990 og þar til í sumar farið með hópa fólks í hestaferðir yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð nyrðri. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Þórð heima hjá honum og hestunum hans og bað hann segja frá þessum mögnuðu ferðum.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var leikkonan Maríanna Clara Lúthersdóttir. Hún er líka þýðandi, þýddi bókina Mitt (ó)fullkomna líf eftir Sophie Kinsella og er skrifa leikgerð ásamt Sölku Guðmundsdóttur, upp úr bók Kristínar Steinsdóttur Á eigin vegum. Við fengum heyra hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

13. okt. 2020

Aðgengilegt til

13. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.