Mannlegi þátturinn

Sérfræðingurinn Axel hjartalæknir og póstkort í konfektkassa

Í dag er fimmtudagur og í dag fengum við sérfræðing í Mannlega þáttinn eins og aðra fimmtudaga. Í þetta sinn var það Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir. Hann svaraði spurningum sem hlustendur hafa sent inn til okkar og fræddi okkur almment um hjartaheilsu og algengustu vandamálin.

Þegar verið var undirbúa 100 ára afmæli Nóa Siríus þá fannst gömul konfektaskja sem innihélt póstkort sem starfsmenn höfðu sent samstarfsfélögum sínum á ferðalögum. Efni kortanna er margvíslegt og nær tímabil þeirra allt aftur til 6. áratugar síðustu aldar. Í dag ferðumst við ekki mikið til annarra landa, vegna faraldursins, en þau hjá Nóa Siríusi hafa rifjað upp kynni við fyrrum samstarfsfélaga og farið með þeim til útlanda í huganum í gegnum þessi kort, t.d. til Singapúr. Við hringdum í Helgu Beck, markaðþróunarstjóra Nóa Siríus og fengum hana til segja okkur meira frá þessum póstkortafundi í þættinum í dag.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Birt

1. okt. 2020

Aðgengilegt til

1. okt. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.