Mannlegi þátturinn

Ólafur Már augnlæknir og Sleikur

Sérfræðingurinn var á dagskrá hjá okkur í dag eins og alltaf á fimmtudögum þetta haustið. Ólafur Már Björnsson augnlæknir kom til okkar og svaraði spurningum sem hlustendur hafa sent til okkar undanfarna daga og við erum sérlega ánægð með hversu margir eru farnir kveikja á þessu og nýta sér ráðgjöf sérfræðinga þáttarins. Táraleki, augnbotnar og augnsteinaskipti eru meðal þess sem spurt var um í dag en Ólafur talaði líka almennt um augnheilsu og hvað við getum gert til hugsa vel um augun okkar.

Elísa Gyrðisdóttir og Bergþór Bjarki Guðmundsson vinna saman á félagsmiðstöðinni Elítan í Garðabæ. Þau hafa hannað kynfræðsluspilið Sleik fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Tilgangur spilsins er opna vettvang fyrir mikilvægar umræður af ýmsum toga, tengdar kynlífi, bæði um fræðilegu hliðina og einnig um til dæmis samskipti kynjanna, sjálfsmynd og kynhneigð. Þau Elísa og Bjarki sögðu frá þessu spili í þættinum í dag.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

10. sept. 2020

Aðgengilegt til

10. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.