• 00:10:32Hugmyndasmiðja með lán á fötum/Spjaraþon
  • 00:25:22Sköpunarsetur og Söngsteypa í Síðumúla
  • 00:44:45Vitar á Ströndum-Kristín Einars

Mannlegi þátturinn

Spjarasafnið, Söngsteypan og viðhald vita

Spjaraþoni svokölluðu, hugmyndasmiðju Umhverfisstofnunar um textílvandann, lauk fyrir helgi. Hugmyndin Spjarasafnið stóð uppi sem sigurvegari eftir tveggja daga hugmyndavinnu. Spjarasafnið er einskonar Airbnb fyrir fatnað og gerir notendum kleift að leigja út og fá lánaðar flíkur til skamms tíma og eftir hentisemi. Við fengum tvær úr sigurteyminu , Ásgerði Heimisdóttur og Patriciu Önnu Thormar til að segja okkur meira frá þessari sniðugu hugmynd og hvert framhaldið er.

Í Síðumúla og Ármúla er að finna mörg forvitnileg fyrirtæki og við heimsóttum eitt slíkt sem heitir HÁS Sköpunarsetur og Söngsteypan. Söngsteypan er söngskóli sem sérhæfir sig í söngtækni sem heitir Complete vocal tecnic og margir landsfrægir söngvarar hafa tileinkað sér. Þar er líka hægt að leigja sér hljóðklefa, t.d. ef maður þarf næði til að syngja, æfa sig, öskra eða taka upp hlaðvarp svo eitthvað sé nefnt. Við bönkuðum á dyr og spjölluðum við skólastýruna Aldísi Fjólu Borgfjörð Ásgeirsdóttur.

Við hugsum mögulega ekki útí það dagsdaglega hversu mikil vinna og mannfrek það er að mála og halda við öllum hinum fjölmörgu vitum sem vísað hafa sjófarendum leiðina í gegnum árin. Kristín Einarsdóttir hitti Þorbirnu Björgvinsdóttur á bryggjunni í Kokkálsvík þar sem hún var að koma frá því að mála vitann í Grímsey.

Umsjón: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

1. sept. 2020

Aðgengilegt til

1. sept. 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir