• 00:07:46Hulda Gunnarsdóttir - Snjódrífurnar
  • 00:23:43Arngrímur Viðar - Borgafjörður Eystri
  • 00:38:16Steinar Þór - Gyða Kristjánsdóttir hjá Hagvangi

Mannlegi þátturinn

Snjódrífurnar, Borgafjörður Eystri og pistill um atvinnuleit

Snjódrífurnar, sem standa að baki átaksverkefninu Lífskraftur, lögðu af stað í göngu sína yfir Vatnajökul í gær. Markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir bæði Kraft, stuðningfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga með þeim í sinni heimabyggð þá daga sem þær eru á göngu á jöklinum. Við fengum Huldu Bjarnadóttur, sem er þeirra kona í byggðum og sér um miðla hvernig gengur á samfélagsmiðlum, í þáttinn í dag.

Borgarfjörður Eystri var á dagskrá hjá okkur í dag. Við slógum á þráðinn og forvitnuðumst um hvað er helst að sjá og gera á svæðinu. Í litla þorpinu Bakkagerði hefur á undanförnum árum byggst upp öflug ferðaþjónusta og aðallega í tengslum við náttúruferðamennsku. Lundinn í Hafnarhólma er eitt helsta aðdráttarafl svæðisins og svo auðvitað göngusvæðið Víknaslóðir.

Steinar Þór Ólafsson var með stórgóða pistla um vinnustaðamenningu í þættinum í vetur sem kölluðust Kontóristinn. Hann hefur ekki setið auðum höndum, næstu vikurnar fáum við frá honum nýja pistla þar sem hann ætlar að koma með hagnýt ráð fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að leita sér að nýrri vinnu, því eins og svo oft hefur komið fram þá hafa undanfarið verið fordæmalausir tímar og má gera ráð fyrir því að um 20 þúsund Íslendingar verði atvinnulausir í haust í kjölfar COVID-19. Við fengum fyrsta pistilinn frá honum í dag, þar sem hann talaði við Gyðu Kristjánsdóttur, ráðgjafa hjá Hagvangi, sem sér um ráðningar og ráðgjöf í mannauðsmálum og fór með henni yfir stóru myndina í þessu mikilvæga ferli.

Birt

9. júní 2020

Aðgengilegt til

9. júní 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir