• 00:07:50Íris Róbertsdóttir - bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
  • 00:22:04Helga Gunnarsdóttir - hestalæknir
  • 00:35:27Elísabet Ólafsdóttir - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Íris bæjarstjóri, hestalæknir og Beta lesandi vikunnar

Það var yndisleg blíða í Vestmannaeyjum um helgina, eins og víða um landið og þar sem annar hluti Mannlega þáttarins var staddur þar þá var ekki úr vegi að taka viðtal við bæjarstjóra Vestmannaeyja, Írisi Róbertsdóttur. Við tókum stemmninguna hjá henni, hvernig staðan er eftir COVID19, hver er stefnan fyrir til dæmis Þjóðhátíð og alla þá viðburði sem ráðgerðir voru í sumar og almennt hvernig stemmningin er í eyjum. Við heyrðum viðtalið við Írisi í þættinum.

Hestar geta ekki andað í gegnum munn og því spilar efri öndunarvegur lykilhlutverkið í því að veita sem mestu súrefni til lungna undir álagi. Þessi hluti af öndunarfærunum er samsettur af nösum, nefholi, koki og barka. Hófsperra er flókinn sjúkdómur og margir rannsóknarhópar eru starfandi um allan heim sem vinna að því að finna eitt og eitt púsl í þá heildarmynd sem hann telur. Við slógum á þráðinn norður til hestadýralæknisins Helgu Gunnarsdóttir í dag.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Elísabet Ólafsdóttir, sem er einnig þekkt undir nafninu Beta. Hún rekur nú fyrirtæki sem kallast Betranet, en við fengum hana til að segja okkur frá því hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina. Það var af ýmsum toga, barnabækur fyrir alla fjölskylduna, bdsm kynlíf og dagbækur Bridget Jones.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

25. maí 2020

Aðgengilegt til

25. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir