Flórgoði hefur sést á Reykjavíkurtjörn, reyndar tveir, en Flórgoði hefur sést tvisvar áður á Tjörninni en hefur ekki dvalið þar líkt og nú. Hvernig fugl er Flórgoði og hversu sjaldgæfur er hann á Íslandi? Við fengum Snorra Sigurðsson fuglafræðing til að fræða okkur um þennan fallega fugl og fuglalífið við Tjörnina í þættinum í dag.
Grunnskóli Drangsness er einn fámennasti skóli landsins en þrátt fyrir það fer þar fram mikið og metnaðarfullt skólastarf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk að fylgjast með skólastarfinu einn morgunn og ræddi við nemendur.
Opið helgihald hefst 17.maí en kirkjunnar fólk hefur nýtt tímann og nútímatækni og æft sig í að setja messur,brúðkaup og jarðarfarir í streymi sem og sunnudagaskólann ofleira. Við ræddum við Hans Guðberg Alfreðsson sem er prestur Bessastaðasóknar og í Garðaprestakalli eftir eina svona fjarmessu í Bessastaðakirkju og spurðum hann útí helgihaldið á þessum fordæmalausu tímum og töluðum líka um þessa merku kirkju og fuglalífið fyrir utan.