Mannlegi þátturinn

Flórgoði, Grunnskóli Drangsness og Hans Guðberg

Flórgoði hefur sést á Reykjavíkurtjörn, reyndar tveir, en Flórgoði hefur sést tvisvar áður á Tjörninni en hefur ekki dvalið þar líkt og nú. Hvernig fugl er Flórgoði og hversu sjaldgæfur er hann á Íslandi? Við fengum Snorra Sigurðsson fuglafræðing til að fræða okkur um þennan fallega fugl og fuglalífið við Tjörnina í þættinum í dag.

Grunnskóli Drangsness er einn fámennasti skóli landsins en þrátt fyrir það fer þar fram mikið og metnaðarfullt skólastarf. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fékk að fylgjast með skólastarfinu einn morgunn og ræddi við nemendur.

Opið helgihald hefst 17.maí en kirkjunnar fólk hefur nýtt tímann og nútímatækni og æft sig í að setja messur,brúðkaup og jarðarfarir í streymi sem og sunnudagaskólann ofleira. Við ræddum við Hans Guðberg Alfreðsson sem er prestur Bessastaðasóknar og í Garðaprestakalli eftir eina svona fjarmessu í Bessastaðakirkju og spurðum hann útí helgihaldið á þessum fordæmalausu tímum og töluðum líka um þessa merku kirkju og fuglalífið fyrir utan.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

5. maí 2020

Aðgengilegt til

5. maí 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir