Meðfæddir ónæmisgallar, Ingi í Austur-Berlín og Sigurjón lesandi
Félagið Lind er félag fólks með meðfædda ónæmisgalla. Nú er alþjóðleg vitundarvakningarvika um þennan sjúkdóm og þetta eru erfiðir tímar fyrir fólk sem ekki getur myndað mótefni. Þetta er ekki algengur galli en þó greinast börn á hverju ári sem verða að öllum líkindum í lyfjagjöf alla æfi og í tengslum við spítala. Guðlaug María Bjarnadóttir er formaður Lindar, hún í þáttinn í dag og með henni Sigurveig Sigurðardóttir barnalæknir.
Ingi Gunnar Jóhannsson tónlistarmaður og leiðsögumaður eyddi 1.maí árið 1980 í Austur-Berlín ásamt vinum sínum sem voru skiptinemar eins og hann, en þau voru þar í vikudvöl þótt þau þyrftu að fara yfir til VesturÞýskalands á kvöldin aftur til að gista. Daglega hittu þau á laun austur þýska jafnaldra sína í kjallara kirkju. Ingi Gunnar rifjaði upp þessa daga hér í þættinum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Sigurjón Ragnar ljósmyndari. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.