• 00:08:39Hafdís Huld - föstudagsgestur
  • 00:38:37Matarspjallið - kolkrabbar og smokkfiskar

Mannlegi þátturinn

Hafdís Huld föstudagsgestur, smokkfiskar og kolkrabbar

Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur undanfarna daga spilað og sungið með eiginmanni sínum eitt lag á dag, eitt lag fyrir hvern dag sem þau hefðu átt vera á tónleikaferðalagi í Kanada en eins og heimsbyggðin öll, eru þau heima hjá sér núna. Hafdís býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsdal og unir hag sínum vel í sveitinni og hefur undanfarin ár ferðast víða um heim og flutt eigin tónlist á tónleikum. Hún er föstudagsgesturinn okkar í dag.

Sigurlaug Margrét kemur í matarspjallið á þessum föstudegi eins og yfirleitt og í dag er það hafið sem kallar. Hver getur ekki fundið hjá sér fallega minningu um sjávarfang í suðrænni borg, veitingastaður sem býður uppá grillaðan kolkrabba og fylltan smokkfisk,og vindurinn er heitur og leikur um andlitið. líklega hafa flestir upplifað eitthvað svipað þótt kolkrabbi og smokkfiskur séu kannski ekki fyrir alla en við yljum okkur við þessar minningar hér á eftir.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Birt

24. apríl 2020

Aðgengilegt til

24. apríl 2021
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.