Að heita á eitthvað og Sigtryggur Magnason lesandi vikunnar
Þegar mikið liggur við og fátt er um bjargir, grípa margir til þess ráðs að heita á einhvern eða eitthvað til hjálpar - Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi áheit við Elínu Öglu Bríem, Ernu Nielsen og Guðmund Jónsson en Guðmundur hefur um árabil séð um svokallaðan Hallvarðssjóð.
Lesandi vikunnar var Sigtryggur Magnason, leikritaskáld og aðstoðarmaður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.