Lestin

Kendrick Lamar, Volaða land og Skjaldborg

Í dag opnar sýning á Listasafni ASÍ ?Það er gaman lifa ? en það eru komin 61 ári síðan safnið var opnað og er sýningin haldin í tilefni þess. Á sýningunni munu 9 ungir listamenn sýna veggspjöld sem fjalla um helstu baráttumál samtímans. Við förum í heimsókn á verkstæði Grafíkfélagsins þar sem listamenn voru í óða önn undirbúa sýningu á Listasafni ASÍ. Við ræðum við þær Elísabetu Gunnarsdóttur, safnstjóra og Megan Auði, myndlistarmann sem er ein þeirra sem taka þátt í sýningunni,

Steindór Grétar Jónsson er staddur á kvikmyndahátíðinni Cannes, hann mælti sér mót við leikstjórann Hlyn Pálmason, sem frumsýnir þar myndina sína Volaða land, mynd sem fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það markmiði reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Titill myndarinnar er fenginn úr ljóði eftir Matthías Jochumson

plata frá Kendrick Lamar kom út á dögunum, Mr. Morale & the Big Steppers. Plötunnar, sem er fimmta plata bandaríska rapparans, hefur verið beðið eftir af mikilli eftirvæntingu. Davíð Roach, tónlistargagnrýnandi Lestarinnar hlustaði á Mr. Morale og rýndi.

Tveir af skipuleggjendum Skjaldborgarhátíðarinnar, Karna Sigurðardóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir fara yfir dagskrá hátíðarinnar sem hefst í næstu viku á Patreksfirði.

Frumflutt

25. maí 2022

Aðgengilegt til

26. maí 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.