Kvöldfréttir

Samstaða um útlendingafrumvarp, lögreglumaður dæmdur, kvikusöfnun og kakkalakkar

Full samstaða ríkti meðal þingmanna stjórnarflokkanna þegar útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun.

Forseti Bandaríkjanna kynnti í dag tilskipun sem ætlað er draga úr fjölda þeirra sem koma inn í landið. Samkvæmt henni geta ólöglegir innflytjendur ekki sótt um pólitískt hæli.

Landsamband lögreglumanna telur mikilvægt almenningur fái skýr skilaboð um lögreglan megi ekki brjóta af sér í starfi. Lögreglumaður var í gær dæmdur fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi.

Formaður félags fanga segir óásættanlegt engin geðheilbrigðisþjónusta í fangelsum utan dagvinnutíma. Félagið býður heilbrigðisráðherra aðstoð til bæta úr því.

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Dregið hefur úr krafti gossins.

Þýskættaðir kakkalakkar sáust á dögunum skjótast um ganga nýrnadeildar Landspítalans í Fossvogi. Meindýraeyðir var kallaður til.

Frumflutt

4. júní 2024

Aðgengilegt til

4. júní 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,