Kvöldfréttir

Lögreglustjóri gagnrýnir fjármálaáætlun, Robert Fico, útlendingamál og meint ásigling

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2029 of almenna og erfitt sjá hvað í henni felst. Honum líst ekki á þær aðhaldskröfur sem gerðar eru til embættis hans.

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem særðist lífhættulega í skotárás í gær, er með meðvitund og fær um tala, en mjög máttfarinn. Þetta sagði Peter Pelligrini, bandamaður Ficos og verðandi forseti landsins.

Dómsmálaráðherra segir breytingar á útlendingalögum nauðsynlegar til draga úr kostnaði og fækka umsóknum um alþjóðlega vernd. Önnur umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í dag.

Skipstjóri og tveir stýrimenn flutningaskipsins Longdawn hafa verið handteknir vegna gruns um hafa siglt á strandveiðibát út af Garðskaga í nótt. Ekki er talið um ásetning hafi verið ræða.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar ofbeldisbrot manns gegn konu fyrir utan Götubarinn í miðbæ Akureyrar.

Suður-Afríka fer fram á það við Alþjóðadómstólinn í Haag hann krefjist þess Ísrael láti af hernaðaðgerðum. Ísraelar segja engan fót fyrir ásökunum Suður Afríku.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

16. maí 2024

Aðgengilegt til

16. maí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,