Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 4. nóvember 2023

Loftgæði mældust á hæsta viðvörunarstigi á höfuðborgarsvæðinu í dag, þar sem þykkt og dimmt mistur hefur legið. Óhagstæð vindáttir og þurrkar valda því svifryk berst frá hálendingu.

Lagt var hald á róandi og steratengd lyf hér á landi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Interpol sem ríkislögreglustjóri, tollgæslan og Lyfjastofnun tóku þátt í. Lítið magn en þó mikilvæg aðgerð, segir sviðsstjóri hjá ríkislögreglustjóra.

Rúmum fjögur hundruð og sjötíu milljónum var úthlutað til einkarekinna fjölmiðla gegnum þetta árið. Árvakur og Sýn fengu mest.

Mjög hefur dregið úr guðstrú Íslendinga síðustu áratugi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Þjóðfræðingur segir hneykslismál tengd kirkjunni og minni áherslu á trú í skólum hafa áhrif.

Frumflutt

4. nóv. 2023

Aðgengilegt til

3. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,