Kvöldfréttir

Ráðherra gætti ekki meðalhófs, óeðlilegt að rukka, Gervi, Gerður, Una

Umboðsmaður Alþingis segir matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs þegar hvalveiðar voru stöðvaðar í fyrra og lagagrunn fyrir ákvörðuninni hafi skort. Ráðherra segir lögin úr sér gengin og niðurstaða umboðsmanns hafi ekki áhrif á stöðu hennar.

Innviðaráðherra segir óeðlilegt leigusali rukki fyrir afnot af íbúð sem ekki hægt dvelja í. Hátt í 200 fjölskyldur í Grindavík vantar enn varanlegt húsnæði.

GPS-gögn, staðfesta áfram dregur úr hraða á landrisi við Svartsengi. Vísindamenn telja enn líklegast, ef af eldgosi verður, þá gjósi aftur í Sundhnúksgígum.

Farið var yfir hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar um aðkomu stjórnvalda kjarasamningum á fundi fulltrúa hennar og ríkisstjórnarinnar í dag.

Átök geisa enn í Úkraínu þar sem Rússar og Úkraínumenn skiptast á sprengidrónaárásum. Stjórnvöld í Kænugarði segjast hafa valdið skemmdum á loftvarnakerfi Rússa á Krímskaga.

Gervigreind er orð ársins 2023. Menningarviðurkenningar RÚV voru veittar í dag. Gerður Kristný hlaut viðurkenningu fyrir ritstörf og Una Torfa fyrir framúrskarandi tónlistarflutning

Frumflutt

5. jan. 2024

Aðgengilegt til

4. jan. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,