Kvöldfréttir

Kona framseld til Noregs, þjóðarpúls Gallúps, Náttúruhamfaratrygging

1. desember 2023

Edda Björk Arnardóttir, sem er sökuð um hafa flutt börn sín í óleyfi frá Noregi á síðasta ári, var síðdegis í dag framseld til Noregs. Landsréttur hafði þá staðfest ákvörðun héraðsdóms um framsal.

Vinstrihreyfingin grænt framboð er hársbreidd frá því falla af þingi samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallups. Fylgi flokksins hefur aldrei mælst jafnlágt í þjóðarpúlsinum. Valur Grettisson tók saman.

Matsmenn frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa metið um 120 eignir í Grindavík í vikunni. Greiða þarf hluta þeirrar upphæðar sem fæst fyrir ónýt hús í förgunargjald. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá og talaði við Huldu Ragnheiði Árnadóttur forstjóra.

Bandaríkin, Kína og Brasilía eru meðal þeirra rúmlega hundrað og þrjátíu þjóða sem samþykktu í dag forgangsraða málefnum matvæla- og landbúnaðar í loftlagsáætlunum sínum. Í yfirlýsingu þeirra er meðal annars lögð áhersla á styrkja bændur og taka upp aðferðir í landbúnaði sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Valgerður Gréta Gröndal tók saman.

Framlag Íslands í Uppbyggingarsjóð EES-ríkjanna gæti hækkað um allt þrjá milljarða miðað við nýjan samning sem Utanríkisráðuneytið kynnti í dag. Endurskoða á viðskiptakjör við ESB og auka möguleika á útflutningi sjávarafurða. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Wales ytra í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir íslenska liðið hafa tekið skref í rétta átt í síðustu leikjum í deildinni.

Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred.

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

30. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,