Kvöldfréttir

Vinnumansal, útlendingamál, frysting rússneskra eigna, áfengi í búðir

Sex hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í gær. Um fjörutíu manns eru talin þolendur mansals.

Formaður Miðflokksins segir algert stjórnleysi ríkja í málefnum útlendinga hér á landi en þingmaður Samfylkingar gagnrýnir seinagang og aðgerðaleysi utanríkisráðherra vegna komu fólks hingað frá Gaza.

Nýjar og strangari reglur um starfsemi stóru netfyrirtækjanna ganga fullu í gildi innan Evrópusambandsins í dag. Fyrirtæki á borði við Apple mega til dæmis ekki lengur hygla eigin vöru og þjónustu. Unnið er innleiðingu þessarar reglugerðar hér á landi.

Utanríkisráðherra Bretlands segir breska ríkið tilbúið lána Úkraínu rússneska fjármuni, sem frystir voru við upphaf stríðsins.

Rúmlega helmingur Íslendinga er andvígur sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum hér á landi en tæplega helmingur vill leyfa sölu létts áfengis, samkvæmt nýrri könnun.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Andri Yrkill Valsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

6. mars 2024

Aðgengilegt til

6. mars 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,