Kvöldfréttir

Skotárás í Reykjavík og íbúafundur í Grindavík

2. nóvember 2023

Maðurinn sem var skotinn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt er útskrifaður af sjúkrahúsi og líðan hans er eftir atvikum góð. Lögreglan leitar enn árásarmannsins og hefur aukinn viðbúnað á meðan. Ásta Hlín Magnúsdóttir sagði frá. Rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón.

Jarðhræringar við Þorbjörn ofan Grindavíkur halda áfram. Um tvöhundruð íbúar mættu á fund í bænum með almannavörnum og vísindamönnum síðdegis. Linda Blöndal ræddi við Sólberg Bjarnason, Almannavörnum.

Her Rússa herðir sókn sína í Úkraínu og varpaði sprengjum á hundrað og átján þéttbýlisstaði í gær. Pétur Magnússon sagði frá.

Þriðjungur sjúkrahúsa á Gaza telst óstarfhæfur eftir stanslausar árásir Ísraelshers undanfarna daga. Samtökin "Læknar án landamæra" segja tuttugu þúsund séu særðir og þarfnist aðstoðar. Arnar Björnsson tók saman.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs. Ísland gegnir formennsku næsta árið og áhersla verður lögð á friðarmál og stöðuna á Norðurslóðum.

Fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja minnihlutann mála of dökka mynd af fjárhag sveitarfélagsins. Engin hætta á það lendi í gjörgæslu eftirlitsnefndar um fjármál. Rúnar Snær Reynisson tók saman og talaði við Stefán Þór Eysteinsson.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

1. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,