Kvöldfréttir

Verkalýðsforysta um gjaldskrárhækkanir, virkjanaáform í Ölfusdal

30. nóvember 2023

Gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga eru forystumönnum í verkalýðshreyfingunni áhyggjuefni. Formaður VR telur þær geta komið í veg fyrir samninga en forseti ASÍ tekur ekki svo djúpt í árinni.

Hvergerðingar eru hvumsa vegna yfirlýsinga Ölfuss um virkjanaáform í Ölfusdal. Bæjarstjóri Ölfuss segir Hvergerðingum hafi verið tilkynnt um hugmyndirnar í mars.

Oddviti Pírata í Reykjavíkurborg telur meira eftirlit þurfi með gististarfsemi hérlendis.

Hagvöxtur var aðeins 1,1 prósent á þriðja ársfjórðungi og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2021.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna óttast aukna útbreiðslu kynbundins ofbeldis í Súdan þar sem borgarastyrjöld geisar.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

30. nóv. 2023

Aðgengilegt til

29. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,