Kvöldfréttir

ASÍ vill að mansalsfórnarlömb fái að vera, orðrómur um framboð Katrínar, kaflaskil í köldu stríði

ASÍ þrýstir á stjórnvöld tryggja þolendum í stóra mansalsmálinu varanlega dvöl á landinu. Hver óvissudagur bitni á sálarlífi fólksins.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks fundar á morgun vegna orðróms um forsætisráðherra hyggi á forsetaframboð.

Formaður björgunarsveitarinnar á Dalvík segir álag vegna fjallafólks orðið galið á svæðinu. Allar bjargir voru ræstar út í dag þegar tilkynnt var vélsleðamenn hefðu lent í snjóflóði.

Kaflaskil gætu orðið í köldu stríði Ísraels og Írans eftir árás Ísraelshers á ræðismannaskrifstofu Írans í Sýrlandi í gær. Prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda segir hættu á fleiri lönd dragist inn í ófriðinn.

Ekkert landris hefur mælst við Svartsengi síðustu daga og kvika er talin flæða beint upp á yfirborðið. Viðvarandi hætta á gróðureldum er við gosstöðvar á meðan þurrt er í veðri.

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

2. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,