Kvöldfréttir

Grindavík, Svandís í veikindaleyfi, AfD boðar Dexit, loðnuskortur og jöfnunarsjóður

Forsætisráðherra flutti Alþingi munnlega skýrslu síðdegis þegar þing kom saman á um stöðu mála í Grindavík. Forsætisráðherra sagði þetta eitt stærsta verkefni lýðveldissögunnar. Mikil samstaða og einhugur með Grindavík og Grindvíkingum einkenndi umræðuna á Alþingi í dag.

Svandís Svavarsdóttir er farin í leyfi frá störfum sem matvælaráðherra vegna krabbameins. Vantrauststillaga sem lögð var fram gegn henni í morgun hefur verið dregin til baka.

Formaður þýska harðlínuflokksins Alternative für Deutschland vill boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Þýskalands úr Evrópusambandinu, breskri fyrirmynd.

Engin loðna sást fyrir austan land í rannsóknaleiðangri fjögurra skipa.

Lækka gæti þurft framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga um allt 5,5 milljarða á næstu árum vegna niðurstöðu héraðsdóms í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu. Rætt við Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

21. jan. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,