Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 29. apríl 2024

Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna en í nýjum þjóðarpúlsi og áfram dregur úr stuðningi við ríkisstjórnina.

Rétt væri endurskoða áform um gefa laxeldisfyrirtækjum ótímabundið rekstrarleyfi segir formaður VG.

Eldfjallafræðingur telur stutt í nýtt kvikuhlaup á Reykjanesskaga, þar sem hægt hefur á landrisi líkt og gerðist í aðdraganda fyrri atburða.

Ísrael og Hamas funda um tímabundið vopnahlé. Ef samningar takast geta Palestínumenn snúið aftur til norðurhluta Gaza.

Fjölmargir hafa beðið í meira en ár eftir augasteinsaðgerðum. Nærri fimm þúsund eru á biðlista og hefur fjölgað mjög.

Öryggisleit á Keflavíkurflugvelli gæti lagst af fjóra morgna í maí ef flugvallarstarfsmenn samþykkja verkfallsaðgerðir - þriðju aðgerðirnar sem boðaðar eru þar á hálfu ári.

Frumflutt

29. apríl 2024

Aðgengilegt til

29. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,