Kvöldfréttir

Hætta í Sundahöfn, umferðarslys, tap á flugfélögum og breytingar á örorkukerfinu

Aðeins munaði tíu metrum rúmlega 140 þúsund tonna skemmtiferðaskip, með um fjögur þúsund og sex hundruð manns um borð, strandaði á grynningum við Viðey í fyrra. Hafnsögubátur var í hættu þegar keyra þurfti í síðu skipsins til hnika því til., segir Jón Pétursson, rnnsóknarstjóri siglingasviðs hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Tap íslensku flugfélaganna jókst milli ára þrátt fyrir mettekjur.

Þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson, sem þekkir núverandi öryrkjakerfi af eigin raun segir gera þurfi gagngerar betrumbætur á frumvarpi um breytingar á kerfinu áður en það verði lögum.

Listeríusýkingum hefur fjölgað hér á landi en það sem af er ári hafa sex smit verið greind - tvöfalt á við allt árið í fyrra, segir Anna Margrét Halldórsdóttir, yfirlæknir hjá landlæknisembættinu..

Og veturinn sem kveður senn var kaldasti á landinu í aldarfjórðung. Ólíklegt er sumar og vetur frjósi saman í nótt, nema þá helst inn til landsins norðantil segir Eiríkur Örn Jóhannson veðurfræðingur.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Andri Yrkill Valsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

24. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,