Kvöldfréttir

Líkur aukast á gosi, nýjir gasmælar, árásir á Úkraínu, dýr um áramót

Auknar líkur eru taldar á eldgosi við Grindavík, samkvæmt nýju hættumati Veðurstofu. Landris heldur áfram og nálgast vera jafn mikið og fyrir gosið 18. desember.

Bæjarstjóri Grindavíkur gleðst yfir byggingu varnargarðs. Ráðgert er framkvæmdir hefjist strax á nýju ári.

Nýir og fullkomnir gasmælar eru komnir til landsins og verða settir upp í þéttbýli á Reykjansskaga á næstu dögum.

Talsmaður ísraelskra stjórnvalda segir loftárás á flóttamannabúðir á aðfangadag þar sem tugir létu lífið, hafi verið hörmuleg mistök.

Minnst 28 fórust í umfangsmikilli árás Rússa á Úkraínu í morgun. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásirnar og hvatt Rússa til virða alþjóðalög.

Dýralæknir hjá Matvælastofnun hvetur fólk til huga vel dýrum sínum um áramót. Flugeldar geti valdið dýrum langvarandi angist.

Frumflutt

29. des. 2023

Aðgengilegt til

28. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,