Kvöldfréttir

Landsliðsmaður ákærður, halli á rekstri Reykjavíkur og 12. frambjóðandinn

Héraðssaksóknari hefur ákært Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmann í fótbolta, fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

Fimm milljarða halli er á rekstri Reykjavíkurborgar og afkoman 13 milljörðum lakari en áætlað var. Þetta kemur fram í ársreikningi borgarinnar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir helstu áskoranir í rekstrinum vegna vanfjármögnunar verkefna sem flutt voru frá ríki til sveitarfélaga.

Tólf verða í framboði til forseta Íslands 1. júní, eftir landskjörstjórn úrskurðaði framboð Viktors Traustasonar gilt í dag.

Fólk sem keypti bíl í febrúar var krafið um greiðslu rúmlega 300 þúsund króna tryggingaskuldar. Fyrri eigandi greiddi ekki tryggingar af bílnum og því átti ganga á nýju eigendurna sem voru grunlausir um skuldina.

Kona sem missti ástvini í snjóflóðinu á Súðavík segir marga ósátta við þingnefnd fullyrði ekkert saknæmt hafi átt sér stað, áður en rannsóknarnefnd er skipuð.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Andri Yrkill Valsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

2. maí 2024

Aðgengilegt til

2. maí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,