Kvöldfréttir

Hamfarir í Grindavík, manndrápsmál í Reykjavík, háskólasamstæða

17. nóvember 2023

Grindvíkingar héldu áfram í dag bjarga verðmætum úr húsum sínum. Aðeins þeim sem fengu boð um koma var hleypt inn í bæinn. Samstarf við íbúa og eigendur fyrirtækja var til fyrirmyndar, sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Íris Dögg Ásmundsdóttir, í aðgerðastjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum, segir hátt í fjögur hundruð hafi tekið þátt í aðgerðum vegna hamfaranna í Grindavík. Arnar Björnsson ræddi við hana.

Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum vegna skotárásar í Úlfarsárdal á dögunum hefur verið framlengt fram í næstu viku. Gæsluvarðhald yfir konu, sem var handtekin vegna manndrápsmáls í Bátavogi í september, hefur einnig verið framlengt. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum stefna því verða háskólasamstæða þar sem er flaggskip samstæðunnar. Vonast er til fleiri skólar geti komið inn í samstæðuna síðar meir. Amandsa Guðrún Bjarnadóttir sagði frá og talaði við Hólmfríði Sveinsdóttur, rektor háskólans á Hólum.

Borgaryfirvöld í París vilja sporna við notkun jepplinga og stærri fólksbíla innan borgarinnar með því hækka stöðugjöld þeirra. Mörgum bílstjórum í höfuðborginni finnst sér vegið. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

17. nóv. 2023

Aðgengilegt til

16. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,