Kvöldfréttir

Meta garða við Grindavík, grænt í kauphöll, bjartsýnir landar

Almannvarnir eru hlynntar gerð varnargarða við Grindavík og meta útfærslur. Forsætisráðherra segir gert ráð fyrir varnargörðum í nýlegum lögum og bíður tillagna almannavarna.

Grindvíkingum í húsnæðisvanda bjóðast tuttugu leiguíbúðir til viðbótar hjá leigufélaginu Bríeti.

Eftir heldur dapurt ár lengst af hefur verið rífandi gangur á hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur.

Of skammur fyrirvari er á gistináttaskatti á skemmtiferðaskip. Þetta segir talsmaður hagsmunasamtaka leiðangursskipa á Norðurslóðum.

Borgarráð í lítilli þýskri borg hefur sett vopnaframleiðslu Evrópusambandsins í uppnám.

Rúmlega helmingur landsmanna telur árið sem er ganga í garð verði þeim farsælla en árið sem er líða. Tíu prósent búast við það verði verra.

Frumflutt

28. des. 2023

Aðgengilegt til

27. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,