Kvöldfréttir

Skjálftar á Reykjanesskaga, dómur fyrir morð í Hafnarfirði, Gaza

3. nóvember 2023

Yfir þúsund jarðskjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga frá miðnætti. Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir neyðarstjórn fyrirtækisins hafa verið virkjaða og undirbúningur fyrir mögulegt eldgos hafinn. Þórdís Arnljótsdóttir ræddi við hann.

Tillit var tekið til ungs aldurs sakborninga þegar fjögur ungmenni voru dæmd í dag vegna manndráps við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl. Einn sakborninga hlaut tíu ára dóm.

Leiðtogi vígasamtakanna Hezbollah sagði í ávarpi í dag átökin við ísraelska herinn yfir landamærin Líbanon væru þau mestu frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þau kynnu leiða til þess stríð breiddist út í Miðausturlöndum ef árásum Ísraelsmanna á Gaza linnti ekki. Þorgils Jónsson sagði frá.

RARIK hyggst margfalda afkastagetu hitaveitunnar í Hornafirði. Nýjar rannsóknir benda til niðurdæling á vatni geti stóraukið afkastagetu jarðhitasvæðis í Hoffelli. Þetta opnar möguleika á þar rísi baðstaður í námunda við jökla. Rúnar Snær Reynisson sagði frá.

Á fundi formanna landssambanda og stærstu aðildarfélaga ASÍ náðist samstaða um félögin myndu standa saman næstu kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins.

Tölvuglæpamenn notuðu nafn Ríkisútvarpsins til svíkja um tólf milljónir króna af Norska ríkisútvarpinu, NRK. Málið tengist framleiðslu á þáttunum Ráðherrann sem stöðvarnar framleiða saman. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá.

Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

2. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,