Kvöldfréttir

Hættusvæði stækkað við Grindavík og viðskiptaráðherra brýnir bankana

21. nóvember 2023

Veðurstofan hefur uppfært hættumatskort af Grindavík á grundvelli nýrra gervitunglamynda og stækkað hættusvæðið umhverfis bæinn. Jarðskjálftavirkni gæti aukist næstu daga.

Menningar- og viðskiptaráðherra segir ef fjármálastofnanir grípi ekki til aðgerða vegna Grindvíkinga á allra næstu dögum þurfi stjórnvöld grípa inní og útilokar ekki það inngrip gæti verið býsna hressilegt.

HS Veitur byrjuðu í dag bora fyrir varavatnsbóli fyrir Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Það nýtist 25 þúsund íbúum og fyrirtækjum og getur verið tilbúið eftir tvær til þrjár vikur.

Bandaríkjaforseti er vongóður um senn semjist um gíslar Hamas samtakanna á Gaza verði látnir lausir.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir skipta öllu máli neysluvatnslögnin til Eyja sem skemmdist á föstudag verði löguð sem fyrst. Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundar um næstu skref.

Hópur meðlima í 'Ndrangheta (dran-GETA) -mafíunni hlaut dóm í dag í stærstu mafíuréttarhöldum allra tíma. Fangelsisdómarnir yfir þeim sakfelldu eru samtals um 2.200 ár.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

18. nóv. 2023

Aðgengilegt til

17. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,