Kvöldfréttir

Uppþot á Alþingi, Trum kjörgengur og úrslit Söngvakeppninnar standa

Uppþot varð á Alþingi þegar dómsmálaráðherra hóf mæla fyrir breytingum á útlendingalögum, einn mótmælandi var handtekinn. Forseti þingsins segir öryggismál sífellt endurmetin.

Colorado-ríki mátti ekki banna Donald Trump bjóða sig fram í forvali repúblikana. Þetta er einróma niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Skaðlegt inniloft snýst um meira en myglu, Læknir segir tækifæri hérlendis til hafa forystu í rannsóknum á skaðsemi mengandi efna í innilofti sem hafa áhrif á heilsu.

Krafa í nýju lagafrumvarpi um grunaðir sakamenn verði staðfesta móttöku ákæru í rafrænni birtingu veldur lögreglustjórum ugg.

Mistök urðu við framkvæmd sms-kosningar í lokaeinvígi Söngvakeppninnar en úrslit hennar standa. Einn aðstandaanda lagsins sem varð í öðru sæti vill kosið verði aftur og segir innanhúsrannsókn RÚV og aðstadenda símakosningarinnar ófullnægjandi.

Frumflutt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

4. mars 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,