Kvöldfréttir

Tvær á toppnum, MAST þarf að borga og óbreytt staða á gosstöðvunum

Forsetakosningarnar virðast vera tveggja kvenna keppni, segir stjórnmálafræðingur. Miklar breytingar hafa orðið á fylgi nokkurra frambjóðenda síðustu daga.

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram á sama hraða og áður. Fyrirvari á nýju eldgosi getur verið stuttur eða jafnvel enginn. Hálft ár er síðan Grindvíkingum var gert yfirgefa bæinn.

Matvælastofnun er bótaskyld fyrir afhenda fréttamönnum RÚV gögn um starfsemi Brúneggja í tengslum við umfjöllun Kastljóss. RÚV var sýknað í málinu.

Á níunda hundruð seiða höfnuðu utan kers í fiskeldi Samherja í Öxarfirði. Óhappið gæti leitt til stroks eldislax.

Ísland kaus með ályktun um aukinn rétt Palestínu til þátttöku í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin var samþykkt á neyðarfundi þingsins í dag.

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

10. maí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,