Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 01.janúar 2024

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ætlar ekki sækjast eftir endurkjöri í kosningum í vor. Hann tilkynnti þetta óvænt í nýársávarpi sínu í dag.

Hættustig er vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði og hafa tvö svæði verið rýmd. Ofanflóðasérfræðingur segir ekki hættu á öðrum stöðum á Austfjörðum

Þýskt dagblað fullyrðir fólk í haldi lögreglunnar í Köln sem var handtekið í gær hafi tengsl við íslamska ríkið.

Fjórtán voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. Tvö þeirra eru sammála um mikla þýðingu viðurkenningarinnar. Annað átti ekki von á störf sín tækju þá stefnu sem þau hafa gert og hitt segir fyrirmyndir skipta öllu máli.

Skiptar skoðanir eru á áramótaskaupinu í ár. Svo virðist sem Fóstbræður á leikskóla hafi helst hitt í mark.

Frumflutt

1. jan. 2024

Aðgengilegt til

31. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,