Kvöldfréttir

Hættustig á Reykjanesskaga, tjón á Austurlandi, loftgæðamælar

Föstudagur 10. nóvember 2023

Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna ákafrar jarðskjálftahrinu við Sundhnjúkagíga norðan Grindavíkur. Skjálftavirkni hefur aukist verulega síðdegis. Grindavíkurvegur lokaðist undir kvöld þegar sprunga myndaðist í honum.

Tjón varð hjá fjölda fólks og fyrirtækja á Austurlandi í rafmagnstruflunum í byrjun vikunnar. Dælur eyðilögðust á baðstaðnum Vök, hraðastýringar brunnu hjá HEF veitum og götulýsing skemmdist á Egilsstöðum meðal annars. Hægt er tilkynna tjón sem þessi til RARIK og reyna bætur. Rúnar Snær Reynisson sagði frá.

Landsréttur hefur dæmt Ingólfi Þórarinssyni í vil í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur krafðist þess fimm ummæli Sindra yrðu dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var sýknaður í undirrétti. Pétur Magnússon sagði frá og talaði við Auði Björg Jónsdóttur lögmann.

Rannsókn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á matvælalager í kjallara við Sóltún 20 er ekki fullu lokið og málið ekki komið á borð lögreglu. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í dag eftir greint var frá því vísbendingar væru um fólk hefði dvalið í geymslunni. Urður Örlygsdóttir sagði frá.

Gögnum úr nýjum loftgæðamælum á Akureyri verður ekki miðlað til almennings af Umhverfisstofnun, líkt og til stóð. Sérfræðingur segir mælana óáreiðanlega og villandi fyrir bæjarbúa. Urður Örlygsdóttir sagði frá og talaði við Þorstein Jóhannsson loftgæðasérfræðing.

Því hærri einstaklingstekjur sem kona er með, því líklegri var hún til þess mæta á samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var af Prósent um viðhorf Íslendinga til kvennaverkfallsins. Valgerður Gréta Gröndal sagði frá.

Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.

Frumflutt

10. nóv. 2023

Aðgengilegt til

9. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,