Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 26. nóvember 2023

Fjórtán íslendingar eru í Freetown í Sierra Leone þar sem átök hafa geisað í dag. Allir eru óhultir en ein þeirra segir stöðuna óþægilega.

Sautján gíslum Hamas samtakanna var sleppt í dag. Meðal þeirra var fjögurra ára stúlka með ísraelskan og bandarískan ríkisborgararétt. Hún er fyrsti bandaríski gíslinn sem er sleppt.

Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir alvarlegt ófrjósemisaðgerðir hafi verið gerðar á fötluðum konum hér á landi án þeirra samþykkis. Þetta því miður ekki eina dæmið um sjálfsákvörðunarréttur og grundvallarréttur fatlaðs fólks ekki virtur í kerfinu.

Formaður íbúasamtaka miðborgarinnar segist myndu fagna takmörkun á skammtímaleigu íbúða. Ásýnd miðborgarinnar hafi breyst með fjölgun leiguíbúða í skammtímaleigu.

Frumflutt

25. nóv. 2023

Aðgengilegt til

24. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,