Það myndi kosta lánastofnanir einn milljarð króna yrðu lán fryst með þeim hætti sem Grindvíkingar vilja. Samtal við lánastofnanir hefur ekki skilað árangri enn sem komið er. Rætt við formann Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Frumvarp félagsmálaráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík verður kynnt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Markmið þess er að tryggja afkomu starfsfólks fyrirtækja í bænum sem þurft hafa að loka eða draga úr starfsemi vegna ástandsins. Rætt við forsætisráðherra.
Maður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morðtilraun á veitingastaðnum Dubliners í fyrra og fleiri brot.
Miðstjórn ASÍ gagnrýnir fyrirhugaðar lausnir Kópavogsbæjar og Akureyrar á mannekluvanda í leikskólum bæjarins. Forseti ASÍ segir þær koma verst niður á láglaunafólki.
Verjandi manns sem ákærður er fyrir að drepa mann á Ólafsfirði í fyrra telur skýrt að hann hafi verið að verja eigið líf.
Íslendingar sækja næstum jafn mikið í hljóðbækur og hefðbundnar bækur samkvæmt nýrri könnun. Formanni Rithöfundasambandsins líst ekki sem best á þróun mála.
Töluvert meiri umsvif voru í ferðaþjónustu síðustu tólf mánuði en árið þar á undan.