Kvöldfréttir

Grindavíkurjól, Gaza og gul viðvörun um jólin

Næstu fimm daga mega íbúar Grindavíkur dvelja vild í bænum. Engin björgunarsveit verður þar og fólk fer þar um á eigin ábyrgð. Talsverð hætta er enn á svæðinu sögn Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings og gos gæti hafist með litlum fyrirvara.

Eftir margra daga samningaviðræður samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag ályktun um koma skuli meiri mannúðaraðstoð inn á Gaza. Ekki er minnst á vopnahlé í ályktuninni.

Það verður hvasst á vestanverðu landinu á aðfangadag og Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun. Sennilega verða jólin hvít um mestallt land, segir Teitur Arason veðurfræðingur.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið áform um Hvammsvirkjun verði lögð fram til kynningar, segir Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, staðgengill forstjóra.

Flugvél á leið til Nicaragua frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum var kyrrsett í Frakklandi á fimmtudag vegna gruns um mansal. 303 farþegar voru um borð.

Mikill meirihluti þjóðarinnar vill Ísrael verði meinuð þáttaka í Eurovision á næsta ári en Ísland segi sig frá keppni öðrum kosti.

Bakslag, farsæld, gervigreind og sigdalur eru meðal fjórtán orða sem slást um titilinn orð ársins.

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

21. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,