Kvöldfréttir

Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Um sextíu manns störfum í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í dag og hafa aðeins einu sinni verið jafn margir eða fleiri; það var þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Reykjavík í vor. Verkefni dagsins fólust ekki síst í því samhæfa starfsemi allra sem koma almannavörnum og koma upplýsingum til almennings. Anna Lilja Þórisdóttir rakti helstu tíðindi úr Skógarhlíðinni.

Grindvíkingum var hleypt inn í bæinn í dag, með ströngum skilyrðum þó, til nálgast nauðsynjar og bjarga verðmætum og gæludýrum. Félagar í samtökunum Dýrfinna fengu einnig fara inn í bæinn til bjarga skepnum sem eigendur höfðu ekki tök á forða þegar rýming var fyrirskipuð um helgina. Vel gekk safna dýrunum saman. Lokað var fyrir umferð inn í bæinn klukkan fjögur, og Grindavík rýmd á upp úr klukkan sex. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræddi við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og Eygló Önnu Guðlaugsdóttur, sjálfboðaliða hjá Dýrfinnu.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir aðgerðir dagsins hafa gengið vel. Erfitt hafi þó verið horfa upp á allar skemmdirnar sem orðið hafi á mannvirkjum í bænum og ekki þægilegt aka um mannlausa Grindavík, sem minnt hefur á draugabæ síðustu daga. Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttakona ræddi við hann.

Jarðskjálftar síðustu daga hafa valdið talsverðu tjóni í landeldisstöð Matorku ehf, sem starfrækt hefur verið nálægt Grindavík síðan 2010. Nokkur eldisker hafa brotnað í látunum og unnið er því bjarga því sem bjargað verður. Ragnar Jón Hrólfsson fréttamaður ræddi við Árna Pál Einarsson framkvæmdastjóra.

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

12. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,