Kvöldfréttir

Kjarasamningar, mansal og peningaþvætti, öryggi ráðamanna

Starfsgreinasambandið, Efling og Samiðn skrifuðu í dag undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn gildir til fjögurra ára. Lágmarkslaunahækkun er tæplega 24 þúsund krónur. Framkvæmdastjóri SA segir þetta tímamótasamning. Formaður Starfsgreinasambandsins er á sama máli og er sannfærður um samningurinn verði samþykktur.

Kaupsýslumaðurinn Quang Lé, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, var yfirheyrður í dag vegna gruns um peningaþvætti, mansal og skipulagða glæpastarfsemi.

Öryggi æðstu ráðamanna þjóðarinnar er mun frekar ógnað núna en áður og heift í hótunum er meiri segir ríkislögreglustjóri. Reynt var veitast utanríkisráðherra á opnum fundi í Háskóla Íslands í hádeginu.

80 gráðu heitt vatn fannst á Selfossi og vonast er til magnið nægt til virkja megi holuna.

Fyrsti loðnufarmur ársins kom landi á Eskifirði í gærkvöld. Loðnan kemur úr Barentshafi en ekki hefur enn fundist næg loðna við Ísland til gefa út kvóta.

Læknar í Alabama sem nota frosna fósturvísa við tæknifrjóvgun verða undanþegnir lagalegri ábyrgð ef fósturvísirinn verður ekki barni. Dómstólar í ríkinu úrskurðuðu í síðasta mánuði fósturvísar væru börn.

Umsjón: Andri Yrkill Valsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

7. mars 2024

Aðgengilegt til

7. mars 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,