Kvöldfréttir

ASÍ um fjárlagafrumvarp, lífeyrissjóðir, Gaza og jólamatur

Fjárlagafrumvarp næsta árs lýsir firringu gagnvart fólkinu í landinu og vekur furðu innan verkalýðshreyfingarinnar, segir forseti Alþýðusambandsins.

Tap lífeyrissjóða í fyrra nemur rúmum tvö hundruð milljörðum króna, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en ekki 845 milljörðum eins og formaður VR haldi fram.

Olíurisinn BP hefur bæst i stækkandi hóp stórfyrirtækja sem hafa hætt öllum flutningi olíu um Rauðahafið vegna árása uppreisnarmanna Húta á skip á svæðinu

Verð á jólamat hækkaði um allt 17 prósent á milli ára, samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Á sama tíma hækkaði vísitala matvöruverðs um 11 prósent.

Um níu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis Ísland dragi sig úr Eurovision keppninni á næsta ári eða Ísrael verði vikið úr keppni. Útvarpsstjóri tók við listanum í dag. Rætt við Stefán Eiríksson, Valgerði Pálmadóttur og Semu Erlu Serdar.

Íþróttahreyfingin fær mikinn slagkraft í starfsemi sína á landinu öllu með nýjum samningi við ríkið, segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ.

Frumflutt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

17. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,