Sameiningu átta framhaldsskóla hefur verið frestað. Mikil andstaða var við sameiningarnar innan skólakerfisins og utan.
Framkvæmdastjóri hjá HS Orku telur æskilegt að varanlegur varnargarður verði reistur við virkjunina. Fari að gjósa er stefnt að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraun til að kæla það.
Ofbeldisverk ísraelska landtökumanna gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum færast sífellt í aukana.
Meirihlutinn í Reykjavík fagnar viðsnúningi í rekstri. Fulltrúar minnihluta segja forgangsröðun skakka. Fjárhagsáætlun borgarinnar var kynnt í dag. Sorphirðugjöld hækka að jafnaði um 13 prósent.
Forsætisráðherra Portúgals sagði af sér embætti í dag. Það gerði hann eftir að leitað var á heimili hans vegna meintrar spillingar.
Lögreglan flaug yfir Ok í dag til að skimast eftir hvítabirni, en fann ekki. Veiðimaður sá í dag fótspor sem hann taldi vera eftir björn.