Kvöldfréttir

Umbrot á Reykjanesskaga, upprunamerking fisks, fjárhagserfiðleikar

Miðvikudagur 8. Nóvember 2023

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Vísis í Grindavík, telur framan af hafi ákveðið andvaraleysi einkennt viðhorf til jarðhræringa í nágrenni bæjarins. Fyrirtækið býr starfsfólk og starfsemi undir takast á við hugsanleg eldsumbrot og rýmingu. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræddi við Pétur.

Upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík verður haldinn í Stapa Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir fólk velta fyrir sér hvað gerist ef orkuver HS orku í Svartsengi dettur út. Rætt var við hann í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Neytendasamtökin óska eftir afstöðu matvælaráðherra um hvort til greina komi skylda fiskeldisfyrirtæki til merkja uppruna fisks og sömuleiðis sýktan fisk sem fer til manneldis. Róbert Jóhannsson talaði við Breka Karlsson, formann samtakanna.

Hækkandi húsnæðisverð og mikill matarkostnaður er sliga fólk. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá hjálparstarfi kirkjunnar. Dæmi séu um fólk, sem ekki hafi þurft á stuðningi halda í fleiri ár, neyðist til koma aftur. Erla María Davíðsdóttir tók saman.

Viðræður eru hafnar um tólf gíslum Hamas samtakanna verði sleppt gegn þriggja daga mannúðarhléi frá árásum Ísraelshers á Gazasvæðið. Aðeins sex 630 flutningabílum með nauðsynlegum björgum hefur verið hleypt inn á Gazasvæðið undanfarna 18 daga samanborið við um 500 á dag áður en stríðið brast á fyrir mánuði.

Karl Frímannsson skólameistari menntaskólans á Akureyri og Krista Sól Guðjónsdóttir, formaður nemendafélagsins telja ekkert verði úr sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri. Beðið er eftir staðfestingu á því frá ráðuneytinu.

Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

7. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,